112

Fréttir

Bílvelta á Reykjanesbraut

Kl:15:50 í dag tilkynnti Neyðarlína um árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut í grennd við Hvassahraun og að það væru 8 manns í þeim.  Var stax sendir út tveir sjúkrabílar og tækjabíll og eftir að búið var að kalla úr mannskap var þriðji sjúkrabíllinn sendur af stað. Að auki voru kallaðir út sjúkrabílar og tækjabílar frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Þegar fyrstu bílar voru lagðir af stað kom tilkynning um að bílvelta hefði orðið við afleggjarann inn á Vatnsleysu og endaði það á því að SHS sá um slysið inn við Hvassahraun en Brunavarnir Suðurnesja sá um bílveltuna. Var þar í bílnum kona  og um eins árs gamalt barn en konan var ólétt og gengin 32 vikur. Voru þau flutt inn á slysadeild í Fossvogi. Var mjög mikil hálka á Reykjanesbrautinni og erfiðar aðstæður. SS