112

Fréttir

Annasöm helgi að baki

Mikið var að gera hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja um helgina sem endaði í 24 útköllum. Mest var álagið á laugardaginn en þá voru 12 útköll en þar af voru 7 útköll á næturvaktina. Um kl 02:25 kom útkall þar sem maður hafði farið í sjóinn  við Ægisgötu og hafði synt til hafs,  starfsmenn BS og lögreglu klæddust flotgöllum og  syntu á eftir honum og náðu að koma honum til bjargar en ekki mátt tæpara standa með þá björgun, var maðurinn orðinn mjög þrekaður og reyndist mjög erfitt að koma honum á þurrt í grjóthleðslunni við Ægisgötuna. Var hann fluttur á HSS og var hann orðinn mjög kaldur. Menn voru rétt komnir úr þessu útkalli á stöð þegar annað útkall barst frá neyðarlínunni en þá hafði kona farið í Keflavíkurhöfn en þegar til kom náði hún að komast til lands köld og hrakinn, hún var flutt á HSS til skoðunar. Nokkur útköll urðu svo vegna slysa á skemmtistöðum þar sem fólk þurfti aðhlynningar við. Myndin er af æfingu. Jón Guðlaugsson