112

Fréttir

Afmælissýning FSBS komin í Kjarna

Það er gaman að segja frá því að enn er hægt að sjá hluta af sýningunni sem var á slökkvistöðinni um Ljósanæturhelgina því hún hefur verið sett upp í Kjarna. Það var í samvinnu við Bókasafn og Byggðasafn Reykjanesbæjar sem farið var af stað með þetta og eru starfsmenn BS hreyknir af því að þessir aðilar hafi sýnt áhuga á því að halda sýningunni áfram þó svo að það sé einungis hluti af henni. Sýningin er opin almenningi til 26.september og við hvetjum alla sem misstu af henni síðast að kíkja við í Kjarna að Hafnargötu 59.

Nú eru myndir frá sýningunni á Ljósanótt komnar inn á myndasafnið okkar en þarna voru gamlir og núverandi starfsmenn komnir saman ásamt fjölda góðra gesta. (Myndasafn)