112

Fréttir

Æfingarferð til Lukas í Þýskalandi

Mynd frá Lukas í Erlangen

Þann 3. - 7. apríl s.l. fóru þeir Eyþór Þórarinsson, Rúnar Eyberg Árnason og Sigurður Skarphéðinsson ásamt Bernhard Jóhannessyni sérfræðingi hjá Mannvirkjastofnun og Steinari Hallgrímssyni umboðmanni Lukas á Íslandi, í æfingarferð til höfuðstöðva Lukas í Erlangen,Þýskalandi.  Þar var farið á bóklegt og verklegt námskeið í klipputækni og svo var tekið námskeið í að taka út og prófa klippubúnað frá Lukas í þar til gerðum prófunarbúnaði. Var flogið sem leið lá til Berlín þar sem gist var í eina nótt og Brandenburgarhliðið að sjálfsögðu skoðað, þaðan var svo flogið til Nurnberg þar sem gist var. Þaðan var svo örstutt að keyra til Erlangen þar sem höfuðstöðvar Lukas eru. Þegar komið var þangað fengum við fræðslu um hvernig framleiðslan á klippubúnaðnum fer fram auk kynningu á fyrirtækinu sem spannar yfir megnið af heiminum. Kennslan var svo í höndum Axel Topp sem er varðstjóri hjá slökkviliðinu í Nurnberg sem er 500. þúsund manna borg. Var æft með rafmagnsklippum af Lukas gerð og virkuðu þær mjög vel. Einnig voru með okkur á æfingunni menn úr slökkviliðum í kring. Var ferðin mjög skemmtileg og árangursrík og síðan fórum við í ferð í Nurnberg í ferð um undirheima :-) Nurnberg en það eru gamlir kjallarar sem voru gerðir til að geyma bjór en margar slíkar bruggverksmiðjur eru í Nurnberg en voru í seinni heimstyrjöldinni notaðar sem byrgi fyrir fólk, þegar bandamenn vörpuðu ógrynni af sprengjum á borgina og var talað um að á einum tíma hefði verið talað um að allt að 45 þúsund menn hefðu hafst þar við. Var það ekki síður áhugavert. SS    Sjá Myndasafn frá ferðinni.