112

Fréttir

Æfingarferð til Finnlands

Þann 11. september s.l. fóru 10 starfsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja í námsferð til Finnlands. Var um að ræða námskeið í eiturefnafræðum hjá Pelastusopisto,  Emergency Service College í Kuopio. Vorum við þar á æfingum í tæpa viku.  Er Kuopio rúmlega 112 þús. manna borg í miðju Finnlandi. Er þessi skóli einn sá stærsti í Evrópu og voru aðstæður ótrúlegar, hvort sem rætt er um aðbúnað eða æfingarlegs eðlis. Er skólinn rekinn af Finnska ríkinu og eru að jafnaði um 450 nemendur í skólanum á ári og eru útskrifaðir um 120 atvinnuslökkviliðsmenn á ári.  Rekur skólinn æfingarsvæði sem  er á 32 hektara svæði sem staðsett er um 10 km. frá skólanum. Er þar hægt að æfa allt sem hægt er að hugsa sér í slökkvi- og eða björgunarþættinum og eru 6 manns að vinna alla daga við æfingarsvæðið fyrir utan kennarana sem eru með hverjum hóp. Þegar við mættum í fyrsta sinn á æfingarsvæðið og vorum með 1 dælubíl og svo stóran eiturefnabíl, sáum við 8 dælubíla í hinum ýmsu verkefni á æfingarsvæðinu. Rekur skólinn um 65 bifreiðar, þar af 20 dælubifreiðar fyrir utan körfubíl og allskonar aðrar. Eru þeir einnig vel búnir til vatnaköfunaræfinga og erum með báta o.þ.h. enda þúsund vatna landið. Einnig er hægt að fá þarna flotta þjálfun í sjúkraflutningsþættinum líka. Æfðum við þarna á æfingarsvæðinu sem er hugsað fyrir eiturefnahlutann í tæpa viku og voru allar æfingar með lifandi efnum, þ.e. við notuðum amoniak, sýrur, propan og önnur efni og var allt keyrt eins og er í raunveruleikanum. Er ekki ofsagt að menn voru himinlifandi bæði með æfingar, aðbúnað og tækjakost auk þess sem menn fengu mjög góða kennslu er varðar eiturefnatilfelli og vinnu tengt því.

Verður sett inn myndasafn fljótlega.

SS.