112

Fréttir

Starfsmenn skiluðu inn boðtækjum

Í morgun klukkan 08:00 var meirihluti starfsmanna Brunavarna Suðurnesja mættur á slökkvistöðina í þeim tilgangi að skila inn boðtækjum sínum og verður ekki tekið við þeim aftur fyrr en búið er að semja. Þessi aðgerð er vegna verkfalls sem tók gildi í...

Annríki um helgina

Annríki hjá sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja um helgina. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja reiknuðu með rólegri helgi þegar að föstudagurinn byrjaði enda veðurblíðan með eindæmum og margir sem fóru úr bænum í ferðalag.  Helgin byrjaði róleg...

Vel heppnaður "Langur laugardagur"

Laugardagurinn 24. apríl var æfingardagur hjá Brunavörnum Suðurnesja en þessi dagur er kallaður langur laugardagur og hófst kl 9:00 og lauk  kl: 17:00.Að þessu sinni var æft á fjórun stöðvum,  hópnum því skipt upp í fjórar einingar og æfingar keyrðar...

Nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun

Frá árinu 1997 hafa starfsmenn Brunavarna Suðurnesja klæðst sama einkennisfatnaði (með reglulegum þrifum) en nú nýlega varð breyting þar á. Allir starfsmenn munu nú klæðast algerlega nýjum einkennisfatnaði sem eru dökkblá að lit. Það var B-vaktin se...

Fornámi lokið. Myndir komnar í myndasafn

Nú á dögunum lauk fornámi fyrir nýjustu meðlimi Brunavarna Suðurnesja en það stóð yfir allan marsmánuð. Strákarnir eru búnir að leggja mikið á sig á þessum tíma og hafa æft eins og skepnur. Hópurinn er nú orðinn þéttskipaður og vel mannaður en fjöldi...

Vorboðinn ljúfi

Vorboðinn ljúfi er kominn. Ekki að það gleðji okkur starfsmenn Brunavarna Suðurnesja því að við erum ekki að tala um Lóuna. Nei, í dag föstudaginn 26. mars varð fyrsta mótorhjólaslysið í Reykjanesbæ á þessu ári því að þó að veðrið sé alveg frábært þá...

Mjög annasöm helgi

Nú um helgina var nóg að gera hjá Brunavörnum Suðurnesja. Frá föstudegi fram á mánudagsmorgun fóru starfsmenn í 31 útköll sem skiptust í ýmis verkefni. Flestir sjúkraflutningarnir voru vegna veikinda fólks en þrjú voru í umferðarslys og svo voru  tvö...

Fornám 2010 hafið

Fyrir skömmu voru auglýstar lausar stöður í varaliði Brunavarna Suðurnesja. Mikil viðbrögð urðu við auglýsingunni en rúmlega 30 manns sóttu um. Að lokum voru sex menn ráðnir og þeir mættu í sína fyrstu kennslustund í fornáminu í gærkvöldi. Það er B....

Rauði Haninn í júní

Á fimm ára fresti er haldin stór og mikil sýning í Þýskalandi sem á okkar máli er kölluð Rauði Haninn. Sýningin stendur yfir frá 7-12. júní. Að þessu sinni fer sýningin fram í Leipzig. Þar sýna björgunaraðilar af ýmsu tagi þær nýjungar sem til eru í ...

Starfsmenn BS í endurmenntun

Á ári hverju þurfa starfsmenn Brunavarna Suðurnesja að fara í gegnum endurmenntun á vegum Sjúkraflutningaskólans og í ár er þemað trauma en þar er áhersla lögð á vettvangsmeðferð og flutning slasaðra. Það eru bráðatæknar frá Slökkviliði Höfuðborgarsv...

Bruni í gamla bænum

Klukkan rétt rúmlega tólf í dag var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað út vegna bruna í húsi á Vallargötu í Keflavík. Við komu var mikill eldur og talsverður reykur. Slökkviliðsmenn náðu fljótlega að slökkva eldinn en hann hafði borist á milli h...

Töluverður erill um áramót og á nýársdag

Óhætt er að segja þó nokkur erill hafi verið á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja um áramótin og á nýársdag. Sjö sinnum á stuttu tímabili í nótt voru starfsmenn kallaðir út í sjúkraflutning og á tímabili voru þrír bílar úti á sama tíma. Þrisvar var sl...

Gleðileg jól

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum öllum samstarfsaðilum kærlega fyrir frábært samstarf og vonum að það haldi áfram um ókomna tíð.                                        ...

Sala á eldvarnarbúnaði í fullum gangi

Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa undanfarið staðið í ströngu við sölu á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. Í gegnum tíðina hefur það margsýnt sig að búnaður eins og reykskynjarar og eldvarnarteppi getur skipt sköpun þegar á reynir. Og einmi...

Annasöm helgi að baki

Tvö brunaútköll og yfir þrjátíu sjúkraflutningar. Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum BS um helgina en útköllin voru samtals 33 og þar af voru tvö brunaútköll. Á sunnudaginn var slökkviliðið kallað tvisvar út þar sem um staðfestan eld var að r...