112

Fréttir

112 dagurinn 11. febrúar

Einn einn tveir dagurinn var haldin á laugardaginn 11. febrúar og er hann haldinn hátíðlegur á nokkrum stöðum á landinu.  Á þeim degi eru veitt verðlaun fyrir rétt svör úr getraun sem haldin er samhliða eldvarnarviku þriðju bekkinga í nóvember ár hvert á vegum slökkviliðana í landinu, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og ýmissa fleiri aðila. Á starfssvæði okkar voru u.þ.b. 330 börn sem tóku þátt í þessarri getraun í 8 skólum. Dregið var úr réttum inn sendum lausnum hjá Landsambandinu og var einn nemandi á okkar svæði sem hlaut verðlaun að þessu sinni en það var Friðrik Smári Bjarkarson úr Gerðaskóla og kom hann ásamt foreldrum sínum og bróður  og afhenti Sigurður Skarphéðinsson yfirmaður Eldvarnareftirlits B.S. honum  verðlaunin á einn einn tveir deginum en verðlaunin eru Ipod shuffle 2 gb., reykskynjari, skrautskrifað viðurkenningarskjal og eintak af blaðinu  Slökkviliðsmaðurinn. Einnig afhenti RKÍ viðurkenningu fyrir skyndihjálparmann  Suðurnesja  árið 2011 en það er Þorgrímur Ómar Tavsen en hann hafði komið skipsfélaga sínum til aðstoðar þegar hann hné niður í hjartastopp um borð í Grímsnesi GK þann 17. Ágúst 2011. Þorgrímur var einn að fjórum sem komu til greina sem  skyndihjálparmaður ársins á landsvísu.  Var svo viðstöddum boðið upp á veitingar.