112

Flóttaleiðir & Áætlun

Greiður aðgangur þarf að vera að svalahurð. Mikilvægt er að auðvelt sé að ljúka henni upp. Flestar svalahurðir opnast út þannig að fylgjast þarf með því að snjór safnist ekki um of upp við hurðina. Hurðir rýmingarleiða eiga að vera opnanlegar innanfrá án lykils (t.d. snerill á útihurð). Vinsamlega athugið að svalalokanir eru háðar samþykki byggingafulltrúa.

Flóttaáætlun

Þegar eldur kemur upp þar sem fólk sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema þú hafir áætlun um hvernig bregðast á við, til dæmis um flótta úr svefnherbergi á örfáum sekúndum. 

Áætlunin krefst:

 • Reykskynjara.
 • Flóttaáætlunar sem teiknuð er á blað.
 • Fjölskylduumræðna.
 • Æfinga.

Tryggðu að flóttaleiðir séu ávallt greiðfærar

Brunaæfing á heimilinu:

 • Allir eiga að vera í sínu herbergi með hurðir lokaðar.
 • Einn á heimilinu gefur brunamerki með því að kalla ELDUR! ELDUR!
 • Hver og einn athugi herbergisdyr sínar.
 • Látið sem dyrnar séu heitar. Notið þá hina flóttaleiðina.
 • Allir mæti á fyrirfram ákveðinn stað utandyra, einn látinn "kalla til" slökkviliðið. 

Ræðið eftirfarandi við fjölskylduna:

 • Sofið með svefnherbergisdyrnar lokaðar. Það heldur aftur af hinum eitraða reyk.
 • Reykskynjarinn mun væla og vekja fjölskylduna.
 • Athugið dyrnar. Ef þær eru heitar notið þá hina flóttaleiðina. Séu þær kaldar, verið viðbúin að loka aftur ef reykur eða hiti sækir inn.
 • Skríðið í reykfylltu herbergi, verið fljót út.
 • Farið á fyrirfram valinn mótsstað svo þið getið athugað hvort öll fjölskyldan sé óhult.
 • Farið ekki aftur inn í eld eða reyk. Verið viss um að aðrir fari heldur ekki inn. Fjöldi fólks hefur látist við að reyna slíkt.
 • Kallið á slökkviliðið úr næsta síma
 • Tilkynna öllum í húsinu um hættuna.
 • Aðstoða þá sem ekki geta bjargað sér sjálfir út úr húsinu.
 • Tilkynna slökkviliði um eldinn - 112 (EINN EINN TVEIR)
 • Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða slökkva eldinn ef áhætta er lítil, en fara út ella.