112

Er rafmagn í lagi?

Gætið þess að ekki stafi hætta af rafbúnaði, raflögnum og raftækjum. Reglulega þarf að fá kunnáttumann til þess að hreinsa ló og ryk úr tækjum, til dæmis sjónvarpstækjum og tauþurrkurum. Skipta þarf um síur í eldhúsviftum áður en of mikil fita safnast fyrir í þeim. Einnig þarf að hreinsa fitu úr lögn ef loftun er frá viftu út úr húsi.

Lekastraumsliði ætti að vera í öllum húsum en skylt er að hafa hann í timburhúsum.