112

Starfsemi

Nánari lýsing á starfsemi Eldvarnareftirlits BS.
Starfsmenn eldvarnareftirlits eru þrír og er starfseminni skipt í tvo megin þætti, forvarnarfræðslu og hefðbundið eldvarnareftirlit.  Eldvarnareftirlit BS vinnur í samstarfi við  byggingafulltrúa, lögreglu, vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit, barnaverndarnefnd vegna úttekta hjá dagmæðrum, menntastofnanir vegna almenningsfræðslu og fleiri aðila í því skyni að efla brunavarnir og öryggismál almennt á starfssvæði BS.

Framkvæmd

 1. Lögð er áhersla á að ná til almennings í samvinnu við menntastofnanir á svæði Brunavarna Suðurnesja með sérstaka áherslu á leikskóla og grunnskóla.
 2. Haldin eru námskeið í brunavörnum fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnana.
 3. Skoðun fyrirtækja samkvæmt leiðbeiningarblaði frá Brunamálastofnun þar um.  Eldvarnareftirlit BS framkvæmir um 300 skipulagðar skoðanir og 150 eftirskoðanir á ári, skýrslur eru sendar til forráðamanna fyrirtækja þar sem kröfur um úrbætur eru gerðar ef þörf er á, ef um mjög alvarlega ágalla er að ræða er gerð framkvæmda áætlun í samráði við viðkomandi forráðamann um lagfæringar á húsnæðinu.
 4. Árlega að heimsækja þau heimili sem eru í mestri fjarlægð frá slökkviliðsstöð með fræðslu um brunavarnir og rétt viðbrögð við eldsvoða.
 5. Skoðunum er forgangsraðað eftir mikilvægi.
 6. Skoðanir hjá dagmæðrum.
 7. Skoðun teikninga og ráðgjöf.
 8. Farið í skyndiskoðanir á veitinga og skemmtistaði.
 9. Skoðanir vegna leyfsveitinga að beiðni lögreglu.
 10. Viðurkenningar eru veittar fyrir góðar brunavarnir að lokinni ástandsskoðun.

Markmið

 1. Að búið sé að framkvæma skoðanir á fyrirtækjum og vinnustöðum samkvæmt leiðbeiningum frá Mannvirkjastofnun samkvæmt tíðni skoðana eftir viðkomandi vinnustað eða byggingu.
 2. Halda upp öflugri almannafræðslu.
 3. Að koma í veg fyrir manntjón, heilsutjón, umhverfistjón og eignatjón með virku eftirliti og fræðslu.