112

Hlutverk

Starfsemi Eldvarnareftirlits BS.
Starfsemi eldvarnareftirlits byggir á 12 grein laga nr 75/2000. Hlutverk eldvarnareftirlits B.S er að:
Hafa í samvinnu við byggingafulltrúa eftirlit með því að nýbyggingar fullnægi öryggiskröfum samkvæmt lögum og reglugerðum um brunavarnir áður en notkun þeirra er heimiluð.
Gera úttekt á mannvirkjum í notkun og gera kröfur um nauðsynlegar úrbætur á brunavörnum til að vernda líf, heilsu fólks umhverfi og eignir.
Leiðbeina fyrirtækjum og stofnunum eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfsemi.
Hafa eftirlit með því að eigendur og forráðamenn atvinnuhúsnæðis sinni skyldum sínum um brunavarnir samkvæmt lögum og reglugerðum í samræmi við leiðbeiningar sem Brunamálastofnun gefur út.
Að halda skrá yfir öll mannvirki og aðra staði þar sem eldsvoði getur valdið sérstakri hættu á manntjóni eða umtalsverðu tjóni á umhverfi eða öðrum verðmætum.